Dömukvöld á Lokkandi Laugavegi í kvöld

3 október, 2013 Fréttir

Lokkandi LaugavegurÍ kvöld verða fjölmargar verslanir á Laugavegi opnar til kl. 21:00 , en Dömukvöld á Lokkandi Laugavegi var fyrst hleypt af stokkur sl. vor og er nú endurtekið með fleiri  verslunum en áður.

Upphaflega voru það nokkrar kraftmiklar konur efst á Laugavegi sem tóku sig saman um að skapa eitthvað skemmtilegt fyrir austasta hluta þessarar sögufrægu og rótgrónu verslunargötu sem forðum skartaði tískuveldum a borð við karnabæ og 17.

Skemmst er frá því að segja að fyrsta Dömukvöldið tókst með miklum ágætum og því var ákveðið að halda áfram undir svipuðum formerkjum. Kertaljós, konfekt, islenskir tónar, sértilboð og ný vara í bland myndar fyrirtaks ávísun á skemmtilegt kvöld sem síðan getur endað með heimsókn huggulegt veitingahús í hverfinu, en nóg er af þeim á Laugavegi og nágrenni.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki