Dóra Takefusa opnaði á dögunum nýjan stað, Bast Reykjavík, og er hann staðsettur að Hverfisgötu 20, skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu. Staðurinn er hinn glæsilegasti og gefur þar að líta flott graffítíverk eftir myndlistamanninn Örn Tönsberg. Bast er bjartur og flottur staður, tilvalinn viðkomustaður fyrir og eftir Þjóðleikhússýningar, en staðurinn mun verða opinn alla daga vikunnar til kl 01:00 e.m.
Við óskum Dóru Takefusu til hamingju með staðinn og bjóðum hana velkomna á Hverfisgötuna.