Druslur fylktu liði í rigningunni

23 júlí, 2016 Fréttir
Screen Shot 2016-07-23 at 19.41.36

Druslugangan var gengin í sjötta sinn í dag í miðborg Reykjavíkur. Rigningarveðrið virðist ekki haft áhrif á mætinguna, en þáttakendur göngunnar í ár voru um 15 þúsund. Gengið var frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og Laugarveg og í kjölfarið safnast saman á Austurvelli þar sem fluttar voru ræður og tónlist.
Meðal ræðumanna var Guðrún Ögmundsdóttir, tengileiður vistheimila en hún hefur unnið í málaflokki kynferðisofbeldis um árabil. Hrósaði hún yngri druslunum fyrir að vekja þær eldri og hjálpa þeim að rjúfa þöggunina og skila skömminni. Einnig hélt Júlía Birgisdóttir ræðu um stafrænt ofbeldi en hún hefur barist ötullega fyrir úrbótum í réttarkerfinu hvað stafrænt ofbeldi varðar. Hjalmar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, ræddi um karlkyns þolendur og mikilvægi þess að það þyki sjálfsagt og leyfilegt að leita sér hjálpar, hafi fólk orðið fyrir kynferðisofbeldi. Tónlistarkonan Hildur flutti þvínæst tónlist og síðan Hemúllinn og loks Friðrik Dór.
Markmið Druslugöngunnar er að losa þolendur undan skömminni af kynferðisofbeldi og skila henni til gerenda. Hún var fyrst gengin í Toronto, Canada, sem viðbragð við yfirlýsingu lögreglumanns um að konur ættu að vara sig á að klæðast of druslulega til að verjast því að verða fyrir árás.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki