Efsti hluti Laugavegar eflist

 

Senn líður að opnun nýrrar tískuvöruverslunar að Laugavegi 77 í austari hluta, en Penninn Eymundsson mun jafnframt opna nýja verslun og kaffihús í vestari hlutanum. Einnig er ráðgert að Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða flytjist að Laugavegi 77 þann 14.apríl n.k. .

Þá munu a.m.k. tveir aðilar keppast um leigusamning stærsta verslunarrýmis miðborgarinnar, að Laugavegi 91 þar sem Verslunin 17 var áður til húsa.

Að Laugavegi 89 er nú rekin hin blómlega tískuverslun Jör og Kjólar og konfekt þar handan götu. Sigurboginn og fjölmargar rótgrónar verslanir eru á þessu svæði og er vestar dregur tekur við Vitahverfið svonefnda sem inniber m.a. Kron, Gilbert, herrafatverslun Kormáks og Skjaldar og fjölmargar af glæsilegustu verslunum miðborgarinnar.

Með auknum krafti í rekstri kring um Hlemm er sýnt að þessi efsti hluti Laugavegarins er að eflast til muna.

Pollar
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.