Laugardagurinn 3. maí er Langur laugardagur og mikið um að vera í henni Reykjavík.
Meðal þess sem í boði er má nefna tónleika tríó Tómasar Jónssonar sem magnar seið á Skólatorgi við Skólavörðustíg 2, Laugatorgi við laugaveg 59 og Barónstorgi við Laugaveg 77 frá kl. 13:30 – 15:30. Tríóið flytur eggjandi miðborgarjazz við alþýðuskap.
Fermingar, útskriftir, giftingar og afmæli kalla á skemmtilegar gjafir sem mikið úrval er af í verslunum miðborgarinnar um þessar mundir.