Það verður sannarlega spennandi að heyra hinn heimsfræga Tommy Emmanuel fara fimum fingrum um gítarhálsinn á tónleikum sem kynntir voru til sögunnar í dag og verða haldnir laugardaginn 8.mars. Tommy er samhliða ofurmannlegri gítartækni, annálaður háðfugl og skemmtikraftur, sem skilur engan eftir ósnortinn. Miðasala er hafin á midi.is