Ekki missa af FUBAR

Screen-Shot-2016-10-27-at-00.05.12

Dansleikhússýningin FUBAR eftir Siggu Soffíu er sýnd í Gamla bíó um þessar mundir, en hún byggir á upplifun höfundarins af hryðjuverkunum í París. Sögur úr samtímanum, dans, söngur og lifandi hljóðfæraleikur blandast í spennandi kokteil en verkið er samvinnuverkefni Siggu Soffíu með Jónasi Sen, tónskáldi og hljóðfæraleikara og Helga Má, myndlistarmanni. Búningar eru úr smiðju tískuhönnuðarins Hildar Yeoman. Tónlistin er frumsamin af Jónasi en tónlistin og dansinn fæddust saman í spunavinnu á vinnuferlinu þar sem listamennirnir unnu báðir út frá sama efninu. Verkið er unnið út frá skynjun á tíma, hvernig hann líður ýmist hratt eða virðist standa í stað allt eftir kringumstæðum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigga Soffía, Jónas Sen og Hildur Yeoman leiða saman hesta sína en þau unnu saman að sýningunni Svartar fjaðrir og hlutu hvert í sínu fagi tilnefningu til Grímunnar fyrir.
Alls eru sýningarnar sex en aðeins þrjár eru eftir, þann 9. nóvember, 13. nóvember og 20. nóvember. Miða má nálgast hér: https://midi.is/atburdir/1/9759/FUBAR

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík