Elding

Ægisgarður 5c, 101 Reykjavík

Upprunalega hvalaskoðunar fyrirtækið í Reykjavík

Við erum stolt af því að vera upprunalega hvalaskoðunarfyrirtækið sem gerir út frá Reykjavík. Elding er fjölskyldufyrirtæki sem kviknaði frá persónulegum áhuga á náttúru, dýralífi, bátum og fólki. Hvalaskoðun er fullkomin leið til að tengja þessa þætti saman og á sama tíma gefum heimamönnum og ferðafólki tækifæri til að upplifa og líta sjávarspendýr Íslands augum í þeirra náttúrulega umhverfi.

Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og síðan þá hefur þjónusta okkar og ferðir breyst heilmikið; eða frá því að vera árstíðarbundnar og einungis siglt á sumrin yfir í daglegar siglingar allt árið um kring og það margar ólíkar ferðir – en hvalaskoðun er nú eitt af þremur vinsælustu afþreyingum fyrir ferðamenn á Íslandi.

Áralöng reynsla og ferðir allt árið

Elding er stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins og með áratuga langa reynslu af sjósiglingum og öðrum ævintýrum því tengdu og við getum stolt sagt frá því að við bjóðum upp á ábyrga hvalaskoðun.

Ferðir okkar eru margslungnar en fyrir utan hvalaskoðun bjóðum við upp á árstíðabundnar ferðir svo sem norðurljósasiglingar, friðarsúluferðir, lundaskoðun og sjóstangveiði. Þá erum við einnig með sérferðir, kynningar og fræðsluferðir fyrir skólahópa, hvataferðir fyrirtækja og svo lengi mætti telja en við sinnum einnig ferjusiglingum út í Viðey fyrir Reykjavíkurborg.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.