Everybody´s spectacular hefst í kvöld

static1.squarespace

Reykjavík Dance Festival og Leiklistarhátíðin Lókal sameinast um sviðslistahátíðina Everybody´s Spectacular sem hefst í kvöld. Opnunarverk hátíðarinnar er leikverkið Stripp í Tjarnarbíó sem er samstarfsverkefni Olgu Sonju Thorarensen, leikkonu og dansara og sviðslistardúettsins Dance for me sem er skipaður Pétri Ármannssyni og Brogan Davison. Verkið er byggt á reynslu Olgu Sonju sem nektardansari í Þýskalandi en hún tók að sér starfið eftir að hafa komist í skuld sem hún vildi greiða upp. Af öðrum viðburðum sem eru hluti hátíðarinnar mætti helst nefna söngkonuna Peaches, sem flytur sögleikinn Jesus Christ Superstar við undirleik píanóleikara undir titlinum Peaches Christ Superstar. Everybody´s Spectacular hátíðinni er ætlað að færa saman erlenda sem innlenda listamenn saman til að skapa umræðugrundvöll fyrir ólíka fagurfræði í sviðslistum, þar sem leikgleði og alvarleiki takast á í framsetningu verka sem fjall mörg um ofbeldi og varnarleysi manneskjunnar.

Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér:
http://www.spectacular.is/programme2016-2/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.