Fantasía Disneys í Hörpunni

Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikinn með heillandi myndefni.

Hér er hvert atriðið öðru eftirminnilegra: Mikki mús reynir fyrir sér við töfrabrögð við tóna úr Lærisveini galdrameistarans eftir Dukas; fígúrur úr klassískri goðafræði dansa við Sveitasinfóníu Beethovens, fílar og flóðhestar dansa fimlega við Stundadans Ponchiellis, hnúfubakar fljúga við tóna úr Furum Rómaborgar eftir Respighi.

Hljómsveitarstjóri kvikmyndatónleikanna er bandaríski Broadway-jöfurinn Ted Sperling sem hefur starfað í heimi söngleikjanna með afburðaárangri í yfir þrjátíu ár.

Dagsetningar: Frá: 6. okt. kl. 19:30 – 20:30
Til: 8. okt. kl. 17:00 – 18:00

Staðsetning: Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík