Fantasía Disneys í Hörpunni

6 október, 2016 Fréttir

Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikinn með heillandi myndefni.

Hér er hvert atriðið öðru eftirminnilegra: Mikki mús reynir fyrir sér við töfrabrögð við tóna úr Lærisveini galdrameistarans eftir Dukas; fígúrur úr klassískri goðafræði dansa við Sveitasinfóníu Beethovens, fílar og flóðhestar dansa fimlega við Stundadans Ponchiellis, hnúfubakar fljúga við tóna úr Furum Rómaborgar eftir Respighi.

Hljómsveitarstjóri kvikmyndatónleikanna er bandaríski Broadway-jöfurinn Ted Sperling sem hefur starfað í heimi söngleikjanna með afburðaárangri í yfir þrjátíu ár.

Dagsetningar: Frá: 6. okt. kl. 19:30 – 20:30
Til: 8. okt. kl. 17:00 – 18:00

Staðsetning: Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki