Feldur Verkstæði

Snorrabraut 56, 101 Reykjavík

Feldur Verkstæði er fjölskyldurekið vörumerki sem sérhæfir sig í hönnun á hágæða loðskinnsvörum.
Á Snorrabraut 56 má finna flaggskips-verslun vörumerkisins þar sem allt þeirra fjölbreytta vöruúrval kemur saman. Samhliða versluninni er verkstæði þar sem breytingar og viðgerðir fara fram.

Feldur hannar hlýjar og fágaðar vörur með því sjónarmiði að eiga endast til margra ára, bæði í gæðum og stíl. Klassísk og tímalaus snið einkenna hönnunina.

Í hönnunarferlinu leyfum við eiginleikum efnisins að stjórna ferðinni. Mýkt, slitþol, nýting og áferð eru mikilvægir eiginleikar sem við höfum í huga við hönnun og þróun vörunnar. Með þessu skapast okkar fjölbreytta vöruúrval, allt frá yfirhöfnum yfir í vettlinga á nýfætt barn.
Efniviðurinn er einstakur og því er engin vara alveg eins. Þetta teljum við vera styrk til þess að sýna fram á mikilvægi gæða og endingar náttúrulegs efniviðar.

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.