Food and Fun hefur vaxið jafnt og þétt með hátíð hverri síðan 2002 og er nú orðinn ómissandi upplyfting á hverjum vetri þegar sól tekur að að hækka á lofti. Á hátíðinni mæta 20 alþjóðlegir stjörnukokkar sérstaklega til landsins til að gæla við bragðlauka borgarbúa. Hver kokkur er leiddur til samstarfs við eitt af þeim af 20 betri veitingahúsum borgarinnar sem taka þátt og er verkefnið að reiða fram fjögurra rétta máltíð sem fæst fyrir sama verð á hverjum stað.
Meðlimir dómnefndar munu vera meðal gesta á veitingastöðunum til að vega og meta gæði og bragð og velja úr þá matreiðslumenn sem elda til úrslita á laugardaginn í Hörpu. En á lokadegi hátíðarinnar verður úrslitakeppnin haldin þar sem sigurvegarinn stendur uppi sem “Food and Fun Chef of the Year”.
Lokakeppnin er opin áhorfendum og mörg veitinghúsanna munu einnig mæta til leiks í Hörpu með góðgæti fyrir gesti. Eins ber að nefna að meðfram keppnisdagsskránni á laugardaginn verður matarmarkaður haldinn í Hörpu þar sem alls 40 bændur, sjómenn og matarframleiðendur verða með sýnishorn af vörum sínum í boði.
Bókanirnar hrannast upp á Food and fun veitingahúsum ársins, svo nú er lag á læk fyrir sælkera og matarunnendur að finna hvað þeim líst best á úr þessari fjölbreyttu flóru einstakra matarupplifana og tryggja sér borð. Ekki missa af Food and fun!
Dagskrá og allar upplýsingar um gestakokka og veitingahúsin má finna hér á vefsíðu Food and fun: