Laugardaginn 31.maí verður gengið til kosninga í Reykjavík en þá er einmitt haldin hátíðleg Hátíð hafsins sem eitt sinn hét Sjómannadagurinn.
Nokkrir framsæknir rekstraraðilar í miðborginni hyggjast af þessu tilefni bjóða upp á gómsæta fiskisúpu upp úr hádegi og fram eftir degi. Meðal þeirra sem munu bretta upp ermar á efsta hluta Laugavegar eru eigendur verslunarinnar Kjólar og konfekt á Laugavegi 92, en þar verður framreidd sérelduð “gourmet” súpa. Upphafsmaður Fiskisúpudagsins er Gunnar Guðjónsson eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar að Laugavegi 24 og mun hann nú í þriðja sinn framreiða gómsæta súpu er byggir á Toro grunni frá John Lindasy umboðinu og verður eðalkokkurinn Jón frá Scandinavinan Smörrebröd & Brasserie Gunnari til atfylgis við eldamennskuna og framreiðsluna. Þá er hinn nýi og vinsæli Íslenski bar að Ingólfsstræti 1a þegar búinn að tilkynna að frá og með hádegi verði borin fram ljúffeng fiskisúpa að hætti hússins. Fleiri rekstraraðilar eru í startholunum og verða kynntir til leiks jafnóðum. Gleðilega helgi og verði ykkur að góðu!