Fjallkonan

Hafnarstræti 1-3, 101 Reykjavík

Fjallkonan er skemmtilegur og lifandi veitingastaður en alls ekki laus við að vera afslappaður og kósí líka. Fjallkonan fær nafn sitt frá veitingahúsum frumkvöðulsins og kvenskörungsins Kristínar Dahlstedt, sem opnaði fjölda veitingastaða á Íslandi og þann fyrsta árið 1905.

Kristín færði Íslendingum spennandi kræsingar og skemmtilega stemningu sem við hjá Fjallkonunni viljum endurskapa á nútímalegan hátt. Staðinn hannaði Leifur Welding og er útlitið mjög hlýlegt og litríkt, en það er svolítið erfitt að lýsa útlitinu. Sjón er sögu ríkari.“

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.