Fjölbreytt Menningarnótt í vændum

img_1053147075242989_large

Menningarnótt verður haldin í tuttugasta og fyrsta skipti þann 20. ágúst næstkomandi. Menningarnótt er hugsuð sem hátíð sem allir borgarbúar taka þátt í að skapa og upplifa á götum, torgum, í fyrirtækjum, menningarstofnunum og öðrum húsum í bænum. Í ár er áherslusvæði Menningarnætur Grandinn, en Grandinn er svæði sem vissulega hefur verið í örum vexti undanfarin ár. Yfirskrift hátíðarinnar er ,,Gakktu í bæinn!” sem vísar í þegar fólk er boðið velkomið í heimsókn.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður hlaupið eins og gert er árlega og skipar það vissulega stórann sess í hátíðarhöldunum. Af stórviðburðum ber einnig að nefna Tónaflóð Rásar 2 – tekið ofan fyrir Ísfirðingum – Stórtónleikar Rásar 2. En þar koma fram landsþekktir Ísfirðingar; Glowie, Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti, Bubbi Morthens og foringi Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson, sem stýra mun lokaatriði tónleikanna sem tileinkað er Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær er svokallað gesta-sveitafélag Menningarnætur í ár, en bærinn fagnar 150 ára afmæli á þessu ári að ógleymdu 50 ára afmæli RÚV. Fleiri afmælisviðburðir verða, en fimm ára afmælishátíð Hörpu verður verður haldin á Menningarnótt þar verður boðið uppá fjölmarga viðburði fyrir alla fjölskylduna, en aðgangur verður ókeypis allan daginn. Þar mun Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska Óperan og Stórsveit Reykjavíkur stíga á stokk svo fátt eitt sé nefnt.

Það mun svo sannarlega úa og grúa af alls kyns skemmtilegum viðburðum, stórum og smáum fyrir alla aldurshópa um alla miðborg á Menningarnótt og er því fyrir öllu fyrir fólk að kynna sér dagskrána vel en hana má nálgast hér:

http://menningarnott.is/dagskra

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík