Fjöldi erlendra gesta í Reykjavík jókst um liðlega þriðjung milli ára

Jóavertíðin í miðborginni var almennt góð og gjöful ef marka má hljóðið í rekstraraðilum miðborgar að undanförnu. Rímar það við þær niðurstöður mælinga á fjölda erlendra gesta í Reykjavík sem nú liggja fyrir hjá Höfuðborgarstofu.
Liðlega 32% aukning reyndist vera milli ára í desember, um 35% í nóvember og um 40% í október. Fjölgun asískra ferðamanna á Íslandi milli ára nemur hins vegar um 80% og er þar hlutur Kínverja sýnu stærstur.
Lúxusvandamál af ýmsum toga fylgja svo hröðum vexti og meðal helsAR-150119511tu áskorana í miðborginni er fjölgun almenningssalerna. Þykur sumum það heldur nöturleg staðreynd að hið risavaxna 30 milljarða glerprýdda listaverk sem tónlistarhúsið Harpa er, skuli í dag gegna hlutverki fjölsóttasta almenningssalernis Íslands!

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.