Fjöldi spennandi viðburða framundan í miðborginni

Stórviðburður verður á Austurvelli miðvikudaginn 10.desember kl. 17 þar sem margir af fremstu listamönnum landsins koma fram á Samstöðufundi um RÚV, en  stofnuninni mun stefnt í veruleg vandræði með fyrirhugaðri lækkun á útvarpsgjaldi.

Fimmtudaginn 11. desember kl. 16:00 verður síðan Jólabærinn á Ingólfstorgi  formlega opnaður af borgarstjóranum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni. Skondinn fjölbreytileiki verður í boði á sjálfri opnuninni, m.a. kórar, jólasveinar og geitur svo nokkuð sé nefnt.

Þá munu Bítur og þrjár raddir verða á ferðinni í miðborginni með tónleika á fjölmörgum stöðum um komandi helgi og sama gildir um fleiri tónlistarhópa. Allt ber því að sama brunni; Lífið og fjörið í miðborginni á sér engan líka á aðventunni sem nær hámarki á Þorláksmessukvöld er tenórarnir þrír stíga fram á Ingólfstorgi kl. 9:00.reykjavik-city-christmas grýla tekur börnin

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.