Hinn árlegi Hönnunarmars hefst í dag fimmtudaginn 14. mars með fyrirlestrum í Þjóðleikhúsi síðdegis og setningu í Listasafni Reykjavíkur kl. 18:00.
Síðan verður tískusýning kl. 20:00 á vegum ATMO á Laugavegi 91 og verður Laugavegur lokaður af þeim sökum kl. 17:00 – 21:00.
Þær verslanir sem þegar hafa tilkynnt opnun til kl. 21:00 eru:
38 þrep, Aftur, ATMO, Aurum, Birna, Biorð fyrir tvo, Dogma, Eva, Freebird, Gloria, GK, GuSt, Karlmenn, Lífstykkjabúðin, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar,Hrím, Hönnunarhús, Iða,Janus, Kirsuberjatréð, Kron Kron, Kraum, Nostalgía, Púkó og smart,Rammagerðin, Spútnik, Spaksmannsspjarir og Sævar Karl.