Fjölmenningardagur í vændum – Skráningu lýkur á morgun 10.maí

imgres-5

Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar verður haldinn hátíðlegur þann 28. maí næstkomandi. Dagurinn er nú haldinn í áttunda sinn en hann hefur svo sannarlega öðlast sess í hugum borgarbúa sem hátíð sem setur skemmtilegan blæ á borgarlífið.

Dagurinn hefst með því að borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson setur fjölmenningardaginn kl. 13:00 við Hallgrímskirkju, en þaðan verður gengið í Skrúðgöngu að Hörpunni þar sem við tekur markaður (frá 14:00-17:00) og skemmtidagsskrá (frá 14:30-17:00). Á markaðnum verða kynnt handverk, hönnun, matur og menning frá ólíkum heimshornum en skemmtidagsskráin mun samanstanda af fjölbreyttum atriðum í tónum, ljóðum og gjörningum.

Hafi einstaklingar eða hópar áhuga á að taka þátt í hátíðinni (Skrúðgöngunni, markaðnum eða skemmtidagsskránni) eru síðustu forvöð að skrá sig til leiks, en skráningu líkur á morgun 10. maí.

Nálgast má umsóknareyðublöð hér:
http://reykjavik.is/fjolmenningardagur-multicultural-day
Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar vinsamlegast hafið samband í síma 411 4228 (Aleksandra)  eða 411 1140 (Joanna) eða sendið tölvupóst á netfangið [email protected]

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.