Fjölskrúðugt mannlíf á Löngum laugardegi 4.júlí

Laugardagurinn 4.júlí er Langur laugardagur og jafnframt þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Í miðborginni verður margt skemmtilegt um að vera; Harmonikkutónleikar Rögnu Har. á sólpalli Sjóminjasafnsins kl. 13:30 og síðan á Laugavegi og Skólavörðustíg milli kl 15:00 – 17:00.

Eyþór Ingi jr. verður með tónlistardagskrá á Ingólfstorgi frá kl. 14:00 og matargötumarkaðurinn KRÁS hefur göngu sína á Fógetatorgi þar handan hornsins. Þá verður útimarkaður í Bakarabrekku Bernhoftstorfunnar sem og á Lækjartorgi.

Spáð er blíðskaparveðri og miklum mannfjölda í bænum.

Vallarstræti
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.