Fjölskyldurölt í Miðborginni

9 tillögur af skemmtilegum hlutum til að gera með fjölskyldunni í Miðborginni.

Það er fátt notalegra en að rölta um í miðborginni og skoða alla þá fjölbreytni sem er í boði. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir fjölskyldur til að njóta saman í miðborginni.

🍂 Byrjið í Hljómskálagarðinum: Skemmtilegt leiksvæði fyrir börnin þar sem hægt er að hlaupa um og njóta útsýnisins yfir tjörnina.

🍂 Gefa öndunum brauð: Það er alltaf gaman að fara niðrá tjörn og gefa öndunum brauð, sérstaklega þegar byrjar að hausta og horfa yfir tjörnina sjá haustlitina í allri sinni dýrð.

🍂 Taktu kaffistopp á Te & Kaffi: Tilvalið að grípa sér heitt kakó eða rjúkandi bolla af kaffi til að taka með á miðborgarröltið

Kíkið upp í turninn á Hallgrímskirkju:  Eitt af þekktustu kennileitum Reykjavíkur. Útsýnið yfir borgina, Esjuna og allan sjóndeildarhringinn er sjónræn upplifun fyrir alla fjölskylduna.

🍂 Takið ísröltið og smakkið ekta “ítalskan” ís frá Gaeta Gelatto. Ísinn er gerður úr íslenskri mjólk en notast er við ítalskar hefðir. Frábær tilbreyting.

🍂 Röltið niður að Sólfarinu: Njótið stórkostlegs útsýnis yfir hafið, Esjuna og fjöllin í kring. Sólfarið er tilvalinn staður fyrir fjölskyldumyndir og afslöppun við sjávarsíðuna.

🍂 Heimsækið Hörpuna: Skoðið þessa mögnuðu byggingu og arkitektúrinn á bakvið hana. Fyrir börnin þá er hægt að skoða Hljóðheima, þar sem þau geta leikið sér að búa til eigin hljóð og tónlist í skemmtilegum gagnvirkum sýningum.

🍂 Endaðu daginn á Laundromat Café, þar sem börnin geta leikið sér í barnahorninu á meðan þið njótið matar í  afslöppuðu og fjölskylduvænu umhverfi.

Hlökkum til að sjá ykkur í miðborginni.!

Þín miðborg, þín upplifun.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.