Margt var um manninn við opnun Hverfisgötunnar í gær á Löngum laugardegi, 1.mars. Gatan hefur verið illaðgengileg mánuðum saman á meðan framkvæmdir hafa átt sér stað; öllu lagnakerfi skipt út og endurhönnuð umgjörð götunnar , m.a. með tilkomu hjólastíga. FRamkvæmt var á kaflanum frá Vitastíg að Klapparstíg en verklok drógust um 3.5 mánuði sökum ýmiss konar ófyrirséðra flækjustiga sem ekki komu í ljós fyrr en gatan var “skorin upp”.
Sirkuslistamenn, Lúðrasveit Samma, Eiríkur Fjalar , plötusnúðar, matur frá Austur-Indíafélaginu, fornbílasýning, ávörp borgarstjóra og formanns borgarráðs gerðu sitt til að setja skemmtilegan svip á opnunina sem þótti takast hið besta.