Fleiri ker, meiri gróður – minna rusl
22 janúar, 2013 FréttirAð fjölga ruslafötum var meðal þess sem íbúar í Miðborginni völdu og komst til framkvæmda í tengslum við verkefnaval „Betri hverfa“ í fyrra. Íbúar sendu fyrst inn hugmyndir sem síðan var kosið um í opinni rafrænni kosningu.
Óskir íbúa í Miðborginni beindust einnig að bættu öryggi í umferðinni og umgengi:
- Sett var upp hundagerði í nágrenni við umferðarmiðstöðina
- Lífríki Tjarnarinnar var bætt með því að planta síkjamara.
- Gerðar voru breytingar á Njarðargötu sunnan Hringbrautar til að bæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda yfir Njarðargötu við Sturlugötu.
4. Ruslafötum var fjölgað á völdum stöðum í miðbænum.
5. Tjarnarkanturinn var lagaður. Steinhleðsla ásamt stétt var endurgerð.
6. Gróður og ker á Lækjartorgi og umhverfi voru endurbætt.
7. Biðsvæðaverkefni á torgi við Baldurs-, Nönnu- og Óðinsgötu.
Framkvæmdafé vegna verkefna Betri hverfa í Miðborginni var í fyrra um 19 milljónir króna og verður það óbreytt í ár. Vefurinn Betri Reykjavík – Betri hverfi er nú opinn fyrir móttöku hugmynda og rökræðum íbúa vegna smærri hverfaverkefna. Í mars verður kosið um verkefni til framkvæmda.
Borgarstjóri stendur fyrir íbúafundum í öllum hverfum nú í janúar. Fundað verður í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 23. janúar kl. 17.