Fold skartar fjölhæfum sveitunga

Einn fjölhæfasti listamaður landsins opnar sýningu í Gallerí Fold við Rauðarárstíg n.k. laugardag kl. 15:00.

Screen Shot 2017-01-24 at 21.39.2716326290_10155675343942977_358351387_o

Sá sem um ræðir er myndlistarmaðurinn, leikarinn, höfundurinn, söngvarinn og hljóðfæraleikarinn Magnús Jónsson sem vakti fyrst athygli með hljómsveit sinni Silfurtónum en gekk síðan til liðs við Gus Gus og gerði garðinn frægan með þeim um árabil.

Þá hefur Magnús leikið í fjölmörgum kvikmyndum,sjónvarpsþáttum og leiksýningum.

N.k. laugardag er það síðan myndlistin sem speglar atgervi Magnúsar og eru fyrstu vísbendingar satt að segja afar spennandi um það sem koma skal. Heiti sýningarinnar er Sveitungar. Víst er að sveitungar Magnúsar eru fjölmargir og áhugaverðir, ekki síst sveitungar úr hljómsveitabransanum.

Opnunin hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 18:00. Vænta má að það sé að mörgu að hyggja á sýningu þessa fjölhæfa listamanns.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.