Forsætiráðherra gefur sér tíma í miðborgarmálin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er sem kunnugt er mikill áhugamaður um borgarskipulag og menntaður á því sviði. Þrátt fyrir miklar annir á vettvangi landsmálanna gefur hann sér tíma til að hugsa og skrifa um miðborgarskipulag og varpar fram hugmyndum sem vakið hafa athygli. Einkum beinir hann sjónum sínum að Ingólfstorgi og möguleikum tengdum því, m.a. þeirri hugmynd að endurreisa Hótel Ísland sem brann á fyrri hluta 20.aldar. Hvað sem fólki kann að finnast um  tilteknar hugmyndir forsætisráðherrans, ber að fagna því að hann skuli gefa sér tíma til að gaumgæfa miðborgarmálin jafn vel og raun ber vitni, og það í miðjum háönnum.

c=9,28,622,397
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík