Fosshótel Lind er einkar vel staðsett þriggja stjörnu hótel á rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur.
Hótelið er í göngufæri við Hlemm og Laugaveginn. Sundhöll Reykjavíkur er skammt undan og einnig eitt helsta útivistasvæðis Reykjavíkur, Klambratún. Listunnendur geta rölt á Kjarvalsstaði og göfgað andann auk þes sem stutt er í alla þjónustu og afþreyingu miðborgarinnar.