Föstudagur til fjár 25.nóvember
19 nóvember, 2016 Fréttir
Síðasti föstudagur nóvember mánaðar hvers árs gengur víða um heim undir nafninu Black Friday. Þá er eldri vara gjarnan seld með sérstökum afslætti til að rýma til fyrir nýrri í aðdraganda jóla.
Miðborgin okkar kýs að kynna þennan dag undir heitinu FÖSTUDAGUR TIL FJÁR. Að þessu sinni verður opið til kl. 21:00 í verslunum og sérstök tilboð verða hjá fjölmörgum rekstraraðilum. Opna með upplýsingum um það helsta verður birt í Fréttablaðinu umræddan dag og geta rekstraraðilar komið þar inn áherslum sínum og vörumerkjum með hefðbundnum hætti; með því að senda póst á: [email protected]