Föstudagur til fjár er hinn “svarti fössari” miðborgarinnar

24 nóvember, 2017 Fréttir

Kostakjaradagurinn Black Friday hefur mjög rutt sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum. Íslenskir rekstraraðilar hafa ýmist kosið að nota enska heitið eða þýða það beint yfir í Svartan föstudag. Orð ársins 2016 varð síðan orðið “fössari” og ýmsir hafa kosið að nota Svartur fössari í ár.
Miðborgin okkar kýs hins vegar að nota ævagamalt íslenskt orðatiltæki; Föstudagur til fjár, en það nær kjarna þessa alls harla vel. Ljóst má vera að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína í miðborgina á þessum síðasta föstudegi nóvembermánaðar þar sem verðin eru hagstæðari en nokkru sinni og miðborgarsteningin engu lík nú þegar jólalýsing og skraut er tekið að ljóma um alla miðborgina.

MID_FB_lackfriday_11172 Kubbur
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki