Framkvæmdagleði speglar eflingu ferðaþjónustunnar

Fjöldi byggingarkrana á hverjum tíma er jafnan talin haldbær vísbending um ástand efnahagsmála og almenna bjartsýni í samfélaginu. Víst er að ekki hefur í annan tíma mátt greina jafnmarga byggingarkrana og nú, a.m.k. frá hruni, og er það vel. Mikil aukning á fjölda erlendra ferðamanna milli ára kallar á aukinn fjölda gistirýma og  speglast það í þeim mikla fjölda hótela og gistiheimila sem  risið hafa í miðborginni á undanförnum árum. Sú fjölgun heldur áfram.

Talið er að miðað við þann vöxt sem ferðamennskan hefur búið við undanfarin ár , ekki síst að vetrarlagi, megi gera ráð fyrir að um tvær milljónir ferðamanna sæki Ísland heim árið 2020. Á sl. ári var fjöldinn um 1.100.000 að meðtöldum farþegum skemmtiferðaskipa, sem einhverra hluta eru þó almennt ekki hafðir með í almennri umræðu um heildarfjölda erlendra ferðamanna á Íslandi.

Auk þessa er ört vaxandi þörf fyrir íbúðir á Reykjavíkursvæðinu og fer miðborgin ekki varhluta af því. Framkvæmdir ótengdar þessu eru líka fjölmargar, á teikniborðinu, í bígerð eða þegar hafnar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun fara yfir það helsta í þessum efnum á opnum fundi í Ráðhúsinu í fyrramálið, miðvikudaginn 14.apríl kl. 08:30 og er fundarmönnum boðið upp á munngát og morgunveitingar á meðan fundur stendur yfir. Allir eru velkomnir, a.m.k. áimg_1808 meðan húsrúm leyfir.

 

 

 

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.