Framkvæmdir á Vitastíg tefjast lítillega

5 september, 2013 Fréttir

Framkvæmdir á Hverfisgötu ganga vel en ófyrirsjáanlegar tafir verða á frágangi og opnun Vitastígs sökum holræsavanda sem verið er að leysa. Framkvæmdir á horni Frakkastígs og Hverfisgötu eru við það að hefjast þrátt fyrir það og öllum fyrir bestu að öllum framkvæmdum á Hverfisgötu ljúki sem fyrst. Á þessu hausti verður lokið við endurnýjanir á Hverfisgötu frá og með Vitastíg að Klapparstíg. Næsta sumar verður lokið við endurnýjun Hverfisgötunnar frá Klapparstíg að Lækjargötu annars vegar og síðan frá Vitastíg að Snorrabraut hins vegar. Að þeim framkvæmdum loknum mætti færa rök að því að Hverfisgata verði glæstasta breiðgata Reykjavíkur og þarmeð Íslands. Þá vantar aðeins nokkuð upp á að byggingar verði endurreistar eða lagfærðar. Frá Lækjargötu að Smiðjustíg er glæsileiki götunnar óumdeildur, framkvæmdir og undirbúningur glæsihýsa eru að hefjast á Hljómalindarreit og endurbætur eru í fullum gangi á fjölmörgum svæðum öðrum á þessari fjölförnu samgönguæð , rótgrónu íbúa- og athafnasvæði miðborgarinnar.

Meðfylgjandi er götukort sem Frank Michelsen úrsmiður hefur útbúið til að auðvelda almenningi að sjá og skilja hve auðvelt aðgengi að miðborginni er í raun þrátt fyrir yfirstandandi framkvæmdir. Rauði liturinn markar göturnar sem framkvæmdir standa yfir á.

 

Kortið góða

 

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki