Framkvæmdir að hefjast á Hverfisgötu og víðar

Ætla má að umtalsvert umrót verði á götum og gangstéttum miðborgarinnar á sumri komanda, en langþráðar viðgerður og framkvæmdir á Hverfisgötunni eru komnar á dagskrá. Þá er ráðgert að ljúka endurnýjun neðsta hluta Klapparstígs, frá Skúlagötu að Hverfisgötu. Beðið er viðbragða borgaryfirvalda við óskum relstraraðila um að umræddum framkvæmdum verði þannig hagað að sem minnst rask hljótist af og að verkin verði unnin á sem stystum tíma.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík