Framkvæmdir við Hverfisgötu í fullum gangi

12 janúar, 2015 Fréttir

Miklar framkvæmdir eru nú við Hverfisgötu, annars vegar á Hljómalindarreit, milli Smiðjustígs og Klapparstígs, og hins vegar á Frakkastígsreitnum á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. Ráðgert er að framkvæmdum á Hljómalindarreit ljúki við árslok 2015. Hverfisgatan hefur á undanförnum misserum tekið miklum breytingum til hins betra og stefnir í að verða ein glæsilegasta gata borgarinnar.

 

Forsenda þess að þeim framkvæmdum ljúki á réttum tíma er þó óheft aðgengi fyrir vinnuvélar og stóra flutningabíla. Af þeim sökum er nú rætt um að fresta fyrirhuguðum viðgerðum Hverfisgötu milli Klapparstíg og Lækjargötu, til 2016. Endanlegar ákvarðanir þar að lútandi mun teknar á næstu vikum. 680500

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki