Friðarganga Þorláksmessu nær hápunkti á Ingólfstorgi. Tenórar taka síðan við.

18 desember, 2012 Fréttir

Aðalræðumaður Friðargöngunnar á Þorláksmessu sem árlega leggur leið sína niður Laugaveg verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri, rithöfundur og stórleikari. Friðargangan sem hefst við Hlemm um kl. 18:00 endar í Jólabænum Ingólfstorgi þar sem dagskráin fer fram.

Kl. 21:00 sama kvöld munu hefjast hinir árlegu Tónleikar tenóranna þriggja af svölum gömlu Hótel Víkur, sem einmitt er í Jólabænum á Ingólfstorgi. Jólabærinn er opinn til kl. 18:00 en frá og með fimmtudeginum 20.desember færast opnunartímar hans að opnunartíma miðbrogarinnar sem er til kl. 22:00 öll kvöld og til kl. 23:00 á Þorláksmessu.

 

 

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki