Fróðlegur miðborgarfundur

Screen Shot 2016-11-23 at 00.20.32

Fundur Miðborgarinnar okkar með Birni Blöndal formanni borgarráðs, Ólöfu Örvarsdóttur sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs, Guðmundi Halldórssyni viðburðastjóra Höfðuborgarstofu o.fl. í Iðnó í kvöld var í senn upplýsandi og áhugaverður, en þar gafst gestum kostur á að fræðast um það helsta sem er á döfinni í miðborginni og spyrja spurninga.

Þá voru kynnt hrágögn úr tveimur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu um ýmislegt er varðar miðborgina og verður endanleg útkoma umræddra kannana kynnt á midborgin.is þegar búið er að fullvinna umrædd gögn.

Að afloknum umræðum lég Elín Ey nokkur valin lög fyrir gesti.Screen Shot 2016-11-23 at 00.19.49

Screen Shot 2016-11-23 at 00.26.49
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík