Fyrsti bollinn í góðum félagsskap.

14 október, 2013 Fréttir

Flestum okkar þykir fyrsti bolli dagsins góður, sumum ómissandi. Við förum á fætur, hellum upp á og gerum okkur klár.  Gott start inn í daginn og við erum fær í flestan sjó! En hvernig væri að gera sér dagamun, eins og þessir kátu herramenn gera gjarnan? Í stað þess að hella upp á heima í morgunsárið, að fara á eitt af fjölmörgum kaffihúsum miðborgarinnar og gæða sér á ljúffengum nýmöluðum kaffidrykknum áður en haldið er til vinnu. Svo getur myndast skemmtileg hefð og fólk átt sér sína “kaffihúsadaga” þar sem vinir og vandamenn hittast og eiga notalega stund saman. Mörg kaffihús eru opin frá kl. 7:30 á morgnanna, en þar má nefna Kaffitár í Bankastræti, Kaffifélagið Skólavörðustíg og Kaffismiðju Íslands við Kárastíg. Morgunljóminn er tilvalin uppspretta góðra hugmynda og jákvæðra viðhorfa. Eigið góðan og gifturíkan dag! IMG_4145_Fotor4

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki