Gaukurinn

Gaukurinn er tónlistarstaður og bar í hjarta Reykjavíkurborgar. Gaukurinn býður upp á þétta dagskrá af fjölbreyttum viðburðum. Öll kvöld vikunnar er eitthvað í gangi á Gauknum! Meðal fastra viðburða er uppistand á ensku alla mánudaga og miðvikudaga, Karaoke kvöld alla þriðjudaga, Jam Session á tveggja vikna fresti þar sem gestum er boðið upp á svið með húsbandinu. Tónleikar eru hjá Gauknum allar helgar og oft á virkum dögum líka – íslenskar hljómsveitir jafnt sem erlendar. Dagskrána má nálgast á Facebook síðu Gauksins.

Hljóðkerfi Gauksins er eitt það besta á landinu og hefur staðist fyllilega allar kröfur þeirra fjölmörgu hljómsveita sem fram hafa komið á staðnum. Gaukurinn leggur mikið upp úr fagmennsku og velvilja gagnvart öllum þeim listamönnum sem fram koma þar.

Gaukurinn er opinn alla daga frá 14:00 og býður upp á sérstök dagtilboð á kranabjór og fleira góðgæti. Einnig er Happy Hour alla daga milli kl. 19:00 og 22:00. Gaukurinn býður upp á rúmgott, yfirbyggt og upphitað reyksvæði þar sem gott er að tylla sér niður. Einnig er úrval borðspila og tölvuleikja á staðnum.

Endilega láttu sjá þig á Gauknum!

Staðsetning: Tryggvagata 22, 101 Reykjavík

Sími: 699-7070

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.