Geitin Jónas aðstoðar borgarstjóra við að opna Jólabæinn á Ingólfstorgi

Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson opnaði Jólabæinn á Ingólfstorgi að viðstöddu fjölmenni fimmtudaginn 11.desember. Honum til aðstoðar við opnunina var geithafurinn Jónas sem er í eigu tískuþrælsins Leppalúða sem einnig var á staðnum. Hurðaskellir mætti og á staðinn sem og Lúðrasveit Austurbæjar og Jólakórinn Graduale Futuri. Jólabærinn verður opinn til kl. 22 á föstudag 13.12 og laugardag 14.12.  en til kl. 18 á sunnudag 15.12 . Verslanirnar í miðborginni eru opnar á sama tíma og verður mikið um að vera í miðborginni á næstu dögum og vikum.Stúlka&kindJólaþorp

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík