Gilbert hlýtur Njarðarskjöldinn, Ófeigur Freyjusómann.

verðlaun
fólk5Gilbert2
fólk3
fólkFjömenni gott var við afhendingu hvatningaverðlaunanna Njarðarskjaldarins og Freyjusómans í Hörpunni í kvöld, fimmtudagskvöld 20.febrúar. Elsa Yeoman forseti borgarstjórnar afhenti verðlaunin í forföllum Jóns Gnarr borgarstjóra.

Njarðarskjöldurinn er veittur fyrir framúrskarandi þjónustu við erlenda ferðamenn og Freyusóminn er veittur m.a. fyrir samfélagslega ábyrgð og nýstárlega nálgun í verslun og þjónustu.

Gilbert úrsmiður hlaut Njarðarskjöldinn og Ófeigur gullsmiður Freyjusómann við mikinn fögnuð viðstaddra.

Meðal þeirra sem fram komu á verðlaunahátíðinni voru skemmtikrafturinn og eftirherman Sólmundur Hólm, jazztónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson, fyrirlesarinn Almar Guðmundsson, feldskerinn Eggert Jóhannsson, Höfuðborgarstofustjórinn Einar Bárðarson og Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar sem stýrði athöfninni.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík