Gilbert hlýtur Njarðarskjöldinn, Ófeigur Freyjusómann.

20 febrúar, 2014 Fréttir

verðlaun
fólk5Gilbert2
fólk3
fólkFjömenni gott var við afhendingu hvatningaverðlaunanna Njarðarskjaldarins og Freyjusómans í Hörpunni í kvöld, fimmtudagskvöld 20.febrúar. Elsa Yeoman forseti borgarstjórnar afhenti verðlaunin í forföllum Jóns Gnarr borgarstjóra.

Njarðarskjöldurinn er veittur fyrir framúrskarandi þjónustu við erlenda ferðamenn og Freyusóminn er veittur m.a. fyrir samfélagslega ábyrgð og nýstárlega nálgun í verslun og þjónustu.

Gilbert úrsmiður hlaut Njarðarskjöldinn og Ófeigur gullsmiður Freyjusómann við mikinn fögnuð viðstaddra.

Meðal þeirra sem fram komu á verðlaunahátíðinni voru skemmtikrafturinn og eftirherman Sólmundur Hólm, jazztónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson, fyrirlesarinn Almar Guðmundsson, feldskerinn Eggert Jóhannsson, Höfuðborgarstofustjórinn Einar Bárðarson og Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar sem stýrði athöfninni.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki