Girnilegur KRÁS matarmarkaður í Fógetagarði

Í dag kl. 12:00 opnaði glæsilegur KRÁS matarmarkaður í stóru tjaldi í Fógetagarðinum, við hlið Jólabæjarins á Ingólfstorgi.

Þar er  fjöldi fremstu matargerðarmanna- og kvenna landsins með fágætt gómgæti á boðstólum og afar skemmtileg stemning.

Matarmarkaðurinn er opinn til 19:00, bæði á dag og á morgun, sunnudag 21.desember.

Svo vill til að mikið úrval fágætra matvæla er einnig á boðstólum í Jólabænum á Ingólfstorgi, svo segja mætti með sanni að á þessu forna landnámssvæði við Aðalstræti sé yfirstandandi mikil veisla fyrir bragðlaukana.

Meðfylgjandi mynd er frá opnun KRÁS matarmarkaðarins, en ungi stúlknakórinn Graduale Futuri söng þar nokkur jólalög.

Photo
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík