Í dag kl. 12:00 opnaði glæsilegur KRÁS matarmarkaður í stóru tjaldi í Fógetagarðinum, við hlið Jólabæjarins á Ingólfstorgi.
Þar er fjöldi fremstu matargerðarmanna- og kvenna landsins með fágætt gómgæti á boðstólum og afar skemmtileg stemning.
Matarmarkaðurinn er opinn til 19:00, bæði á dag og á morgun, sunnudag 21.desember.
Svo vill til að mikið úrval fágætra matvæla er einnig á boðstólum í Jólabænum á Ingólfstorgi, svo segja mætti með sanni að á þessu forna landnámssvæði við Aðalstræti sé yfirstandandi mikil veisla fyrir bragðlaukana.
Meðfylgjandi mynd er frá opnun KRÁS matarmarkaðarins, en ungi stúlknakórinn Graduale Futuri söng þar nokkur jólalög.