Glæsileg gleðiganga Hinsegin daga

Screen Shot 2015-08-05 at 22.10.23reykjavik_gay_pride_pink_iceland

Gleðiganga Hinsegin daga og hátíðahöld henni tengd fara fram laugardaginn 9. ágúst nk. Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi (nálægt BSÍ) kl. 14 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá við Arnarhól sem stendur til kl. 17:30. Í tengslum við hátíðina er búist við miklum fólksfjölda í miðborginni og óhjákvæmilega verða þar raskanir á bílaumferð. Athygli er vakin á því að götur verða lokaðar í kringum gönguleiðina og hátíðasvæðið frá kl. 12 á hádegi og þar til hátíðardagskrá við Arnarhól lýkur (sjá meðfylgjandi götulokanakort).

Í ár verða bílastæði í Ingólfsstræti milli Lindargötu og Hverfisgötu (þar með talin rútubílastæði – sjá meðfylgjandi mynd) einnig lokuð frá föstudagskvöldi og frátekin fyrir leigubíla frá kl. 12–17:30 á laugardeginum. Þetta er gert til að koma til móts við gangandi vegfarendur í miðbænum á meðan göngu og hátíðahöldum stendur og koma í veg fyrir umferð leigubíla inni á lokuðu svæði, sem stuðlar að auknu öryggi allra.

Um leið og Hinsegin dagar biðja hagsmunaaðila í miðborginni velvirðingar á þeim truflunum sem hátíðin kann að valda óskum við einnig eftir skilningi ykkar og umburðarlyndi og óskum ykkur gleðilegrar gleðihátíðar!

Meðfylgjandi er kort yfir götulokanir sem gilda laugardaginn 9. ágúst, svo og mynd af bílastæðunum sem lokað verður í Ingólfsstræti. Frekari upplýsingar um hátíðina og gönguna má finna á heimasíðu Hinsegin daga, www.reykjavikpride.com. Ef frekari spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við göngustjóra í síma 6628299.

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.