Glæsilegt Jólatorg við Hljómalind opnað

Nýju Jólatorgi við Hljómalind verður opnað á morgun ,fimmtudag kl. 15:00. Dagur Eggertsson opnar torgið formlega, rækilega studdur jólasveinum, kór og hljómsveit. Þetta verður skemmtilegur markaður þar sem ýmislegt gómsætt og árstíðabundið verður á boðstólum auk skemmtilegrar gjafavöru. Jóladagskrá verður með reglubundnum hætti á torginu og jólalögin fá að hljóma daglega til kl. 22:00 fram að jólum – en verslanir verða jú opnar til 22:00 til jóla frá og með morgundeginum. Hjartanlega velkomin á Jólatorgið og sérstaklega við opnunarathöfnina á morgun kl. 15:00!

Screen Shot 2016-12-14 at 21.30.33
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík