Gleðiganga Hinsegin daga

Gleðiganga Hinsegin daga og hátíðahöld henni tengd fara fram í dag, laugardaginn 9. ágúst. Gangan leggur af stað frá Vatnsmýrarvegi nálægt BSÍ  kl. 14 og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá við Arnarhól sem stendur til kl. 17:30. Í tengslum við hátíðina er búist við miklum fólksfjölda í miðborginni og óhjákvæmilega verða þar raskanir á bílaumferð. Athygli er vakin á því að götur verða lokaðar í kringum gönguleiðina og hátíðasvæðið frá kl. 12 á hádegi og þar til hátíðardagskrá við Arnarhól lýkur .

Í ár verða bílastæði í Ingólfsstræti milli Lindargötu og Hverfisgötu frátekin fyrir leigubíla frá kl. 12–17:30 á laugardeginum. Þetta er gert til að koma til móts við gangandi vegfarendur í miðbænum á meðan göngu og hátíðahöldum stendur og koma í veg fyrir umferð leigubíla inni á lokuðu svæði, sem stuðlar að auknu öryggi allra.

Frekari upplýsingar um hátíðina og gönguna má finna á heimasíðu Hinsegin daga, www.reykjavikpride.com. Ef spurningar vakna má hafa samband við Ástu Kristínu Benediktsdóttur göngustjóra í síma 6628299.

hinsegin_dagar_1145x450

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík