Gombri opnar í Borgarbókasafninu

c3c9bb96-d079-4997-88ab-ade49ac091a9

Myndasögusýningin Gombri opnar í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni, Tryggvagötu 15 í dag klukkan 16. Myndasagan Gombri kom út 1. apríl 2016. Sagan fjallar um Gombra sem ákveður að yfirgefa heimili sitt, Garðinn, því hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Hann leggur uppí langt ferðalag og hefur ekki í hyggju að snúa aftur. Sýningin Gombri sýnir m.a. fyrstu teikningar, skissur og blaðsíður úr Gombra, auk blaðsíðna úr væntanlegri framhaldsbók um söguhetjuna Gombra, Gombri lifir, frumsýndar.
Listamaðurinn og sköpuður Gombra. Elín Edda. er 21 árs nemi á öðru ári í grafískri hönnun og hefur hún fengist við teikningu og skriftir frá því hún man eftir sér. Hún notar vatnsliti og blek við gerð Gombra og finnst einlægni mikilvægust fyrir textann og teikningarnar. Teikningin eigi að vera frjáls og mistök leyfileg. Hún gerir aðlaðandi myndir og texta sem gefa lesendum nýja sýn.
Auk Gombra hefur Elín Edda gefið út myndasöguna Plöntuna á ganginum og sýnt blaðsíður bókarinnar á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þá kom fyrsta ljóðabók Elínar Eddu, Hamingjan leit við og beit mig út hjá Partus Press í október. Hún hlaut verðlaun úr Gullpennasjóði Menntaskólans í Reykjavík árið 2015.
Markmiðið með reglulegum myndasögusýningum í bókasafnsrými myndasögudeildarinnar á Borgabókasafninu er að vekja athygli á íslenskum myndasöguhöfundum og verkefnum þeirra og gera rýmið meira lifandi.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.