Göngugata verður áfram á Skólavörðustíg

Afráðið er að Skólavörðustígur verði göngugata eftir hádegi, fram yfir Menningranótt eftir að rekstraraðilar þar fóru þess á leit við borgaryfirvöld. Ýmsir rekstraraðilar hafa lýst áhuga á framlengingu á Laugavegi en aðrir lagst gegn slíku og því ósennilegt að Laugavegur verði göngugata á ný fyrr en að ári. Pósthússtræti verður göngugata eftir hádegi fram á haust og Austurstræti hefur verið breytt í varanlega göngugötu.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík