Götulokanir í miðborginni vegna Norðurlandaráðsþings í Reykjavík 28.–31. október

Götulokanir verða í miðborg Reykjavíkur og mikil öryggisgæsla í og við lokaða svæðið á meðan þing Norðurlandaráðs 2024 fer fram í borginni. Þingið verður haldið á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburðurinn á árinu en þar koma saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Að auki kemur fjöldi gesta frá löndum utan Norðurlanda.

Sjá nánari upplýsingar hér:

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík