Grand Finale tónleikar Reykjavík Midsummer Music í kvöld

rmm.2016.hgm-2

Fimmtu Reykjavík Midsummer Music hátíðinni líkur í kvöld með Grand Finale tónleikum í Norðurljósasal hörðu þar sem Der Wanderer eftir Schubert verður flutt ásamt verkum eftir Maurice Ravel, Áskel Másson og fleiri. Der Wanderer, eða ferðalangurinn var einnig yfirskrift hátíðarinnar þessu sinni. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar og upphafsmaður hennar, píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson, mun vera einn flytjendanna í kvöld en þess ber að geta að í dag voru sérstakir tónleikar helgaðir 90 ára afmæli Jóns Nordal þar sem Víkingur ásamt frábærum hópi alþjóðlegra hljóðfæraleikara gerðu ferli Jóns frábær skil með breyðu yfirliti yfir verk hans frá ólíkum tímabilum. Á opnunartónleikum hátíðarinnar var einnig frumflutningur á nýju píanóverki, Miröndu, eftir Skúla Sverrisson, sem hann samdi sérstaklega fyrir Víking og hátíðina. Reykjavík Midsummer Music hátíðin er svo sannarlega búin að festa sig í sessi sem einn af hápunktum sígildrar og samtímatónlistar á árinu og þykir hún hafa heppnast sérstaklega vel í ár. Hana sækja bæði íslenskir og erlendir hlustendur sem gera sér sérstaklega leið til landsins til að vera viðstaddir. Miðborgin Okkar óskar Víkingi Heiðari og samstarfsfólki innilega til hamingju með frábæra hátíð.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík