Gríðarleg stemning á EM torginu

Screen Shot 2016-06-15 at 15.28.02

Ingólfstorgi hefur verið breytt í EM torg Símans. EM torgið opnaði 10. júní og verður opið til 10. júlí. eða á meðan heimsmeistarakeppninni stendur og geta borgarbúar og gestir geta þar fengið að upplifað sannkallaða EM stemningu þar sem öllum leikjunum er varpað á breiðtjald. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins var við Portúgal í gær. Leikurinn var æsispennandi og þykir það mikið afrek af strákunum okkar að standa uppí hárinu á og ná jafntefli við svo volduga fótboltaþjóð sem Portúgal er, en lið þeirra er skipað mörgum af fremstu og dýrustu leikmönnum heims. Stemningin á EM torginu var því gríðarleg meðan á leiknum stóð og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Birkir Bjarnason skoraði mark Íslendinga og jafnaði 1-1 skömmu eftir hálfleik en sú staða entist út leikinn. Frábær byrjun hjá Íslandi og því von á góðri stemningu á EM torginu á næstunni.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.