Gríðarlegur vöxtur í miðborginni

Markaðsfélag Miðborgarinnar heldur áfram að vaxa! 🚀🏙️

Frá stofnun okkar árið 2023 hefur Markaðsfélag Miðborgarinnar vaxið jafnt og þétt og telur nú yfir 170 rekstraraðila. Við vinnum saman að því að kynna miðborgina sem líflegan og spennandi áfangastað fyrir bæði íslendinga og ferðamenn.

Við fögnum nýjum meðlimum sem voru að bætast í okkar öfluga hóp!

HÚM Reykjavík – Áður þekkt sem Org – Reykjavík. Einstök verslun með fjölbreytt og vönduð vörumerki.

🍔 Brixton – Staðsett við Tryggvagötu 20, Brixton er ómissandi áfangastaður fyrir þá sem elska góðan slæder, frábært nýtt konsept við Kvosina.

Lúdus – Frábær íþróttavöruverslun með gæðavörur fyrir íþróttafólk á öllum aldri, hvort sem það er til æfinga eða keppni.

Kaffivagninn – Rótgróinn veitingastaður við höfnina á Granda, þar sem klassísk íslensk kaffihúsamenning mætir fallegu sjávarútsýni og ljúffengum mat.

📢 Við hlökkum til að halda áfram að efla miðborgina og styðja við fyrirtækin sem eru í miðborginni. Ef þú ert með rekstur í miðborginni og hefur áhuga á að vera með í þessari vegferð. Skráðu þitt fyrirtæki í dag!

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.